Ríkið í ríkinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2021 08:31 Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Alþingiskosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun