Við verðum að endurheimta traust Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 20. maí 2021 09:00 Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Kvenheilsa Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun