Við verðum að endurheimta traust Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 20. maí 2021 09:00 Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Kvenheilsa Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun