Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 22:31 Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal í dag. Egill Aðalsteinsson Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent