Úr vonlausri stöðu í úrslitakeppni eins og Westbrook fullyrti Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 07:31 Russell Westbrook fagnaði með stuðningsmönnum eftir sigurinn dýrmæta í gærkvöld. AP/Nick Wass Washington Wizards varð í gærkvöld áttunda og síðasta liðið í austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í úrslitakeppnina. Washington vann Indiana Pacers 142-115 í umspilsleik. Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Washington mætir austurdeildarmeisturum Philadelphia 76ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það leit alls ekki út fyrir að Washington gæti komist í úrslitakeppnina eftir skelfilegt gengi framan af leiktíð. Scott Brooks, þjálfari Washington, segir að Russell Westbrook hafi átt stóran þátt í að liðið skyldi ekki missa trúna á að það væri hægt. Það hafði gengið á ýmsu vegna kórónuveirusmita og meiðsla, og Washington var 15 leikjum frá 50% sigurhlutfalli (17 sigrar, 32 töp), þegar Westbrook kallaði liðsfélaga sína saman til fundar. Þar flutti hann, samkvæmt Brooks, mjög ástríðufulla og beinskeytta ræðu sem gekk út á það að liðið myndi ekki missa af úrslitakeppninni. Nú hefur það raungerst. Indiana sá aldrei til sólar í leiknum í gær og Washington náði mest 38 stiga forskoti. Westbrook skoraði 18 stig, átti 15 stoðsendingar og tók átta fráköst. Bradley Beal var stigahæstur með 25 stig. Sigurinn var svo öruggur að Beal gat hvílt sig allan fjórða leikhluta og Westbrook síðustu átta mínúturnar. Einvígi Washington og Philadelphia hefst á sunnudaginn. Aðeins einum leik er ólokið í hinu nýja umspili en það ræðst í nótt hvort það verða Memphis Grizzlies eða Golden State Warriors sem leika í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. The @WashWizards clinch the East #8 seed and will face Philadelphia in the First Round of the #NBAPlayoffs.The @memgrizz and @warriors battle Friday at 9pm/et on ESPN for the West #8 seed! #StateFarmPlayIn pic.twitter.com/WGiLsslcjh— NBA (@NBA) May 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira