Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 20:41 instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“ Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“
Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
„Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30
Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11
Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02