Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 09:43 Dómararnir þrír voru ekki sammála um niðurstöðu málsins og skilaði einn þeirra inn sératkvæði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira