Hannes Óli kynnti dómarastig Íslands. Hann reyndi hvað hann gat til þess að veita Jaja Ding Dong, sem var eitt laganna í myndinni tólf stig. Hollensku kynnarnir kunnu að meta grínið en tjáðu honum þó að hann þyrfti að velja lag sem tók þátt í keppninni.
ICELAND: “PLAY JAJA DING DONG.”
— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021
I LOVE ICELAND SO MUCH #Eurovision pic.twitter.com/Uv75iqDWvU
Svo fór að íslenska dómnefndin gaf Sviss tólf stig, Portúgal tíu og Búlgaríu átta. Þá fékk Ítalía sjö stig frá Íslandi, Frakkland sex, Finnland fimm, Grikkland fjögur, Úkraína þrjú, Rússland tvö og Malta eitt.
Hér að neðan má heyra Jaja Ding Dong í myndinni, að beiðni Hannesar Óla í hlutverki Olafs Yohannessonar.