Sigurvegarinn spurður hvort hann hafi neytt kókaíns í beinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2021 00:29 Augnablikið sem milljónir manna sáu og fengu einhverja til að geta sér til um að David væri að neyta kókaíns. Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld. David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur. Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
David þvertók fyrir það og sagði að félagi hans í sveitinni hefði brotið glas. Þess vegna hefði hann hallað sér fram á borðið eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Does Italy's singer realise this is being live broadcast across an entire continent? pic.twitter.com/QLw9Nnf5tT— Calgie (@christiancalgie) May 22, 2021 David og félagar voru sigurreifir á blaðamannafundinum í kvöld enda búnir að tryggja Ítalíu sinn fyrsta sigur í Eurovision síðan 1990. Hljómsveitin Måneskin fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum en ein vakti meiri athygli en aðrar. Þannig er að myndbönd úr útsendingunni í kvöld hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem David hallar sér fram á borðið með hreyfingum sem fengu einhverja til að álykta að hann væri að neyta kókaíns. Mögulega langsótt tilgáta en ekki meira en svo að samfélagsmiðlar drukknuðu í myndskeiðum og myndum af augnablikinu, og vangaveltum áhorfenda. Fjölmargir Íslendingar voru þeirra á meðal og gerðu grín. Ekki hafið þið í alvöru haldið í öll þessi ár að Olsen bræður hafi ekki verið útúr kókaðir líka? #12stig— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2021 Ítalir snorta parmesan-ost til að gíra sig upp. Þetta vita allir. https://t.co/9HlkKm2Cs6— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 23, 2021 Allir erað fá’sér #Eurovision2021 #12stig #italy #cocaine pic.twitter.com/lktrpsl5UO— VigdísHowser (@HowserVigdis) May 22, 2021 Er ekki lyfjaprófað í Eurovision? Tökum bronsið ef svo er👌🏻#12stig https://t.co/F5P9ASh3Q5— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) May 22, 2021 David var spurður að þessu á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Fólk er að geta sér til um að þú hafir neytt kókaíns,“ spurði sænskur blaðamaður. David sagði Thomas Raggi gítarleikara hafa brotið glas. Thomas staðfesti að það hefði verið tilfellið. „Ég nota ekki fíkniefni,“ sagði David og var afdráttarlaus. Beindi hann orðum sínum til pressunnar að fara ekki að slá því upp að hann hefði neytt kókaíns. Það væri fjarri sannleikanum. „Plís, ekki skrifa það. Ekkert kókaín.“ Svarið má sjá í upptöku af blaðamannafundinum að neðan, eftir tæpar tíu mínútur.
Eurovision Ítalía Tengdar fréttir Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21 Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49 Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Næstbesti árangur Íslands frá upphafi Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi. 22. maí 2021 23:21
Ítalía vann Eurovision Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig. 22. maí 2021 22:49
Ísland gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“ Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 22. maí 2021 22:30