Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:31 Andrea og Hanna Lilja ræða um kvenheilsu í samstarfsverkefni sínu innan hlaðvarpsins Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Sjá meira
Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Sjá meira
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00