Þjálfari í WNBA sektaður og settur í bann fyrir það sem hann sagði um körfuboltakonu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 10:01 Liz Cambage svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og þjálfarinn var sektaður og settur í bann. Getty/Ethan Miller Curt Miller, þjálfari Connecticut Sun, hefur svarað ásökunum körfuboltakonunnar Liz Cambage með því að biðjast afsökunar á orðum sínum. Hann slapp þó hvorki við sekt né leikbann. Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn