Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan 20 og virðist sem að kviknað hafi verið í út frá kerti sem stóð á náttborði í svefnherbergi. Kona hafi verið í íbúðinni en tekist að koma sér út.
Mikill reykur myndaðist en vel gekk að slökkva eldinn.
Eldur í potti
Um klukkustund síðar var slökkvilið svo kallað út vegna elds sem kviknaði í potti á eldavél í húsi við Seljabraut í Seljahverfi í Reykjavík.
Þar hafði ungri stúlku þó tekist að slökkva mesta eldinn með því að beita eldvarnarteppi, áður en slökkviliðsmenn bar að garði.