Innlent

Smit á leik­skólanum Ár­borg

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
visir-img
mynd/vilhelm

Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19.

Allir starfsmenn og börn á leikskólanum hafa nú verið sendir í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að verið sé að vinna í því að heyra í öllum sem smitið gæti náð til.

Þar á meðal eru börn og nemendur úr leikskólunum Holti og Múlaborg því starfsmaðurinn í Árborg hafði verið með þeim í vettvangsferð í liðinni viku.

Því þurfa fjórtán börn í Múlaborg og fjórir starfsmenn einnig að fara í sóttkví fram á föstudag, svo og tvö börn og þrír starfsmenn í leikskólanum Holti.

Alls greindust fimm innanlandssmit í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×