Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:09 Bashar Assad og eiginkona ohans Asma á kjörstaði í Douma. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar. Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar.
Sýrland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira