Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2021 16:01 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni. Vísir/Baldur Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31