Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. maí 2021 21:58 Mygluskemmdir hafa verið í húsnæði Fosssvogsskóla og voru nemendur þaðan sendir í Korpuskóla í vetur. Vísir/Egill Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira