Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:00 Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn. Þá voru þeir þegar komnir með einkenni Covid-19, sem kom svo síðar í ljós. Vísir Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní
Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37
Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23