Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 13:01 Stuðningsmenn Manchester United mótmæla hér eigendum félagsins en Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl í þeirra hópi. Getty/Andy Barton Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira