Sumarið er tíminn – eða hvað? Katrín Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2021 12:30 Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun