Hvað kenndi Covid okkur? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 28. maí 2021 14:01 Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun