Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:59 Refsing mannsins var þyngd úr þriggja mánaða fangelsi í tólf í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda. Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Konan veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna eitrunarinnar 24. janúar árið 2018. Kristján Markús var ákærður fyrir að hafa brotið gegn lífi hennar og líkama með því að láta farast fyrir að koma henni undir læknishendur þegar hún veiktist. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum frá því í júlí í fyrra koma fram að nágrannar hefðu borið vitni um að hann og konan hefðu rifist um kvöldið. Það hafi endað með því að Kristjá Markús lokaði að þeim inni í svefnherbergi en síðan hefði hann hlaupið út. Kristján Markús hringdi á móður sína sem hleypti lögreglumönnum inn í íbúðina þegar þeir brugðust við tilkynningu um að konan væri meðvitundarlaus. Merki voru um að endurlífgun hefði verið reynd á henni. Kristján Markús lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og þráaðist við að ræða við lögreglu jafnvel þegar honum var tjáð að upplýsingar um aðdraganda veikinda konunnar væru mikilvægar upp á lífslíkur hennar að gera. Vildi hann ekki kannast við að hafa verið á staðnum. Það var ekki fyrr en bróðir hans hringdi í hann öðru sinni sem hann veitti upplýsingar um hvað konan hefði tekið inn af lyfjum. Mögulega hægt að bjarga lífi konunnar Réttarmeinafræðingur taldi mögulegt að hægt hefði verið að bjarga lífi konunnar hefði hún fengið endurlífgandi meðferð án undandráttar. Kristján Markús bar fyrir dómi að hann hefði ekki viljað vera á vettvangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn vegna þess að hann var á reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut og hann hefði ekki viljað fara í fangelsi. Landsréttur staðfesti sakfellingu héraðsdóms yfir Kristjáni Markúsi. Hann hafi látist farast fyrir að kalla til sjúkralið en slíkt símtal kynni að hafa bjargað lífi konunnar. Hann hafi þannig látið eigin hagsmuni ráða för við ákvarðanatöku um viðbrögð sín. Viðbrögðin hafi borið vott um skeytingarleysi um líf og heilsu konunnar sem var háð Kristjáni Markúsi um líf sitt að öllu leyti. Ákvað Landsréttur því að þyngja dóminn yfir Kristjáni Markúsi í tólf mánuði. Taldi rétturinn ekki efni til þess að skilorðsbinda refsinguna í ljósi alvarleika brotsins og sakaferils hans. Kristján Markús á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta hans lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Hann var nýlega í fjölmiðlum vegna fyrirætlana sinna um að hefja veðlánastarfsemi með kærustu sinni. Fréttin var uppfærð 31.5.2021 með nafni þessi dæmda.
Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira