Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 10:32 Frambjóðendurnir fjórir sem sækjast eftir oddvitasætum í tveimur gríðarstórum kjördæmum. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Suður- og Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm - Håkon Broder Lund - Facebook Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00