Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 19:05 Enginn mun bruna niður Laugaveginn á rafhlaupahjóli ef tillögur hópsins ná fram að ganga. vísir/vilhelm Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól. Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól.
Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira