Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráðherrans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 22:46 Áslaug hélt kosningakaffi í Borgartúni í dag. instagram/Hildur Sverrisdóttir Gestum í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á viðburðinn og flykktist að ráðherranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um umdeilt frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum. „Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
„Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira