Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Fjölnir Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun