Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 16:03 Breki segir vatn mannréttindi en ekki eitthvað sem hafa skuli að féþúfu. Honum sýnist blasa við að sveitarfélögin hafi hafi notað vatnsveitur sínar sem féþúfu og greitt út háar arðgreiðslur. Nú liggur fyrir að það er ólögmætt. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira