Skipulagsmál - aðgangur almennings að raunsærri mynd Páll Jakob Líndal skrifar 31. maí 2021 19:01 Nýverið rakst ég á færslu á facebook þar sem tvær tillögur að mótun miðbæjarkjarna voru bornar saman. Önnur tillagan sýndi framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ á Selfossi en hin fyrir miðbæinn á Akureyri. Sjónarmið þeirra sem gerðu athugasemdir við færsluna skipust í tvo flokka. Í öðrum voru þeir sem töldu nýja miðbæinn á Selfossi vera dæmi um aðlaðandi umhverfi og gera þyrfti mun betur á Akureyri. Í hinum flokknum voru svo þeir sem sögðu samanburðinn ekki sanngjarnan, jafnvel villandi og afvegaleiðandi, því að hér væri epli borið saman við appelsínu. Jú, vissulega var í þessu tilviki verið að bera saman epli og appelsínu, því aðtillagan um mótun miðbæjarins á Selfossi sýndi fullhönnuð hús en sú frá Akureyri var deiliskipulagstillaga, sem aðeins sýndi leyfilegt umfang bygginga og hámarksstærðir þeirra en ekki fullnaðarhönnun. Gott og vel. En það er kengur í þessu. Ástæðan er þessi. Tillaga að deiliskipulagi, sem er áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis, er á einhverjum tímapunkti sett í auglýsingu og athugasemdaferli. Það er glugginn sem löggjafinn veitir almenningi svo að hann geti tjáð hug sinn og komið afstöðu sinni á framfæri. Þetta heitir samráð. Þetta er hluti af lýðræðinu. Í þessum glugga leggst almenningur yfir skipulagsgögnin; uppdrætti, greinargerðir, teikningar, myndir o.s.frv., til að myndasér skoðun á þeirri áætlun sem sett er fram. Framlögð gögn eru útgangspunktur almennings og það eina sem hinn almenni borgari getur verið viss um, er að fyrirhuguð uppbygging verður að vera innan þeirra marka sem deiliskipulagið setur. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hinn almenni borgari því að miða athugasemdir sínar við leyfilegt umfang og hámarksstærðir, þ.e. hvað honum finnst um framtíðarþróunina ef allar heimildir yrðu nýttar til fulls – því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það einn möguleiki á útfærslu. Á þessum grunni er skrifuð athugasemd, hún send inn til afgreiðslu sveitarfélagsins og sveitarfélagið þarf að svara henni skriflega með rökstuddum hætti. Þá eru viðbrögðin gjarnan í anda þess sem rætt var hér að ofan, þ.e. að deiliskipulagið sýni aðeins leyfilegt umfang og hámarksstærðir og að deiliskipulagstillagan sýni ekki endilega endanlegt umfang, útlit og ásýnd þess sem koma skal – hún sýni ekki endilega raunsæja mynd. Sú umræða komi á síðari stigum, þ.e. í hinu eiginlega hönnunarferli. Svo heldur deiliskipulagsferlið áfram og því lýkur með því að tillagan er staðfest og nýtt deiliskipulag tekur gildi. Með öðrum orðum, ný áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis liggur fyrir. Fullnaðarhönnun innan svæðisins hefst svo á grunni gildandi deiliskipulags. Svo kemur í ljós að almenningi líkar ekki hönnunin og vill koma athugasemdum að. En hvað? Á þessum tímapunkti er enginn lögformlegur vettvangur fyrir almenning að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, og þegar slíkt er reynt er svarið jafnan að hönnunin rúmist innan skilmála gildandi deiliskipulags. Í hnotskurn er málið svona. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir að almenningur fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vinnslustigi skipulagstillagna. Þegar kemur að slíku og athugasemdir berast, þá er brugðist við með því að segja að athugasemdirnar séu ótímabærar, því að framlögð skipulagsgögn sýni ekki endilega það sem koma skal, þ.e. raunsæja mynd. En þegar nánari hönnunargögn liggja fyrir, er tilfellið að almenningur hefur engin lögformleg tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri. Í mínum huga gengur þetta ekki upp, ef samráð er eitthvað sem taka á alvarlega. Alvöru samráð og umræðugrundvöllur fæst ekki nema uppfyllt sé sú sjálfsagða krafa, að almenningur fái, þegar athugasemdagluggar opnast, gögn í hendurnar sem endurspegla framtíðarsýnina í öllum meginatriðum. Annað er vanvirðing við fólk sem vill af heilum hug taka þátt í umræðunni og mótun umhverfisins. Sé almenningi látin í té skýrari gögn, helst á fyrstu stigum skipulagsgerðar, hvort sem um deili- eða aðalskipulag er að ræða, þá mun það draga úr óþarfa togstreitu innan málaflokksins og flýta fyrir afgreiðslu mála. Skýrari gögn einfalda samtalið, skapa skýrari umræðugrundvöll, meira traust milli málsaðila og draga úr líkum á skipulagsmistökum, sem eru einhver þau dýrustu sem samfélagið getur gert. Skipulagsmál er vandasamur málaflokkur, þar sem miklir umhverfis-, efnahags- og samfélagslegir hagsmunir búa oft að baki, og mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þá stefnu sem rekin er. Skipulagsmál eiga ekki að snúast um hag fárra, hagur heildarinnar á alltaf að ráða þegar kemur að slíkum málum. Kjörnir fulltrúar og aðrir sem koma að skipulagsmálum þurfa því að gangast við þessari ábyrgð og tryggja farsæla framvindu innan málaflokksins með því að hafa umræðuna uppi á borðum og leggja fram skýrar hugmyndir, þannig að upplýsandi, gegnsæ og uppbyggileg umræða geti átt sér stað. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýverið rakst ég á færslu á facebook þar sem tvær tillögur að mótun miðbæjarkjarna voru bornar saman. Önnur tillagan sýndi framtíðarsýn fyrir nýjan miðbæ á Selfossi en hin fyrir miðbæinn á Akureyri. Sjónarmið þeirra sem gerðu athugasemdir við færsluna skipust í tvo flokka. Í öðrum voru þeir sem töldu nýja miðbæinn á Selfossi vera dæmi um aðlaðandi umhverfi og gera þyrfti mun betur á Akureyri. Í hinum flokknum voru svo þeir sem sögðu samanburðinn ekki sanngjarnan, jafnvel villandi og afvegaleiðandi, því að hér væri epli borið saman við appelsínu. Jú, vissulega var í þessu tilviki verið að bera saman epli og appelsínu, því aðtillagan um mótun miðbæjarins á Selfossi sýndi fullhönnuð hús en sú frá Akureyri var deiliskipulagstillaga, sem aðeins sýndi leyfilegt umfang bygginga og hámarksstærðir þeirra en ekki fullnaðarhönnun. Gott og vel. En það er kengur í þessu. Ástæðan er þessi. Tillaga að deiliskipulagi, sem er áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis, er á einhverjum tímapunkti sett í auglýsingu og athugasemdaferli. Það er glugginn sem löggjafinn veitir almenningi svo að hann geti tjáð hug sinn og komið afstöðu sinni á framfæri. Þetta heitir samráð. Þetta er hluti af lýðræðinu. Í þessum glugga leggst almenningur yfir skipulagsgögnin; uppdrætti, greinargerðir, teikningar, myndir o.s.frv., til að myndasér skoðun á þeirri áætlun sem sett er fram. Framlögð gögn eru útgangspunktur almennings og það eina sem hinn almenni borgari getur verið viss um, er að fyrirhuguð uppbygging verður að vera innan þeirra marka sem deiliskipulagið setur. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hinn almenni borgari því að miða athugasemdir sínar við leyfilegt umfang og hámarksstærðir, þ.e. hvað honum finnst um framtíðarþróunina ef allar heimildir yrðu nýttar til fulls – því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það einn möguleiki á útfærslu. Á þessum grunni er skrifuð athugasemd, hún send inn til afgreiðslu sveitarfélagsins og sveitarfélagið þarf að svara henni skriflega með rökstuddum hætti. Þá eru viðbrögðin gjarnan í anda þess sem rætt var hér að ofan, þ.e. að deiliskipulagið sýni aðeins leyfilegt umfang og hámarksstærðir og að deiliskipulagstillagan sýni ekki endilega endanlegt umfang, útlit og ásýnd þess sem koma skal – hún sýni ekki endilega raunsæja mynd. Sú umræða komi á síðari stigum, þ.e. í hinu eiginlega hönnunarferli. Svo heldur deiliskipulagsferlið áfram og því lýkur með því að tillagan er staðfest og nýtt deiliskipulag tekur gildi. Með öðrum orðum, ný áætlun um framtíðarþróun innan tiltekins svæðis liggur fyrir. Fullnaðarhönnun innan svæðisins hefst svo á grunni gildandi deiliskipulags. Svo kemur í ljós að almenningi líkar ekki hönnunin og vill koma athugasemdum að. En hvað? Á þessum tímapunkti er enginn lögformlegur vettvangur fyrir almenning að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, og þegar slíkt er reynt er svarið jafnan að hönnunin rúmist innan skilmála gildandi deiliskipulags. Í hnotskurn er málið svona. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir að almenningur fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vinnslustigi skipulagstillagna. Þegar kemur að slíku og athugasemdir berast, þá er brugðist við með því að segja að athugasemdirnar séu ótímabærar, því að framlögð skipulagsgögn sýni ekki endilega það sem koma skal, þ.e. raunsæja mynd. En þegar nánari hönnunargögn liggja fyrir, er tilfellið að almenningur hefur engin lögformleg tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri. Í mínum huga gengur þetta ekki upp, ef samráð er eitthvað sem taka á alvarlega. Alvöru samráð og umræðugrundvöllur fæst ekki nema uppfyllt sé sú sjálfsagða krafa, að almenningur fái, þegar athugasemdagluggar opnast, gögn í hendurnar sem endurspegla framtíðarsýnina í öllum meginatriðum. Annað er vanvirðing við fólk sem vill af heilum hug taka þátt í umræðunni og mótun umhverfisins. Sé almenningi látin í té skýrari gögn, helst á fyrstu stigum skipulagsgerðar, hvort sem um deili- eða aðalskipulag er að ræða, þá mun það draga úr óþarfa togstreitu innan málaflokksins og flýta fyrir afgreiðslu mála. Skýrari gögn einfalda samtalið, skapa skýrari umræðugrundvöll, meira traust milli málsaðila og draga úr líkum á skipulagsmistökum, sem eru einhver þau dýrustu sem samfélagið getur gert. Skipulagsmál er vandasamur málaflokkur, þar sem miklir umhverfis-, efnahags- og samfélagslegir hagsmunir búa oft að baki, og mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um þá stefnu sem rekin er. Skipulagsmál eiga ekki að snúast um hag fárra, hagur heildarinnar á alltaf að ráða þegar kemur að slíkum málum. Kjörnir fulltrúar og aðrir sem koma að skipulagsmálum þurfa því að gangast við þessari ábyrgð og tryggja farsæla framvindu innan málaflokksins með því að hafa umræðuna uppi á borðum og leggja fram skýrar hugmyndir, þannig að upplýsandi, gegnsæ og uppbyggileg umræða geti átt sér stað. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun