Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Ólafur Þór Gunnarsson segir að himinn og haf geti verið á milli þess hversu marga daga börn fá að hafa foreldra heima í veikindum og eftir slys. Mission framleiðsla Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30
Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37
Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30