Hötuðust en best? Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. júní 2021 09:00 Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun