„Ég er ekki með neina eftirsjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2021 07:33 Ellen Helga Instagram „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00