Valsliðið vann alla þrjá leikina í úrslitaeinvíginu í ár alveg eins og þegar þær unnu titilinn vorið 2019. Þetta eru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar kvennaliðs félagsins.
Ekkert annað lið vann líka Íslandsmeistararatitilinn á þessum 767 dögum sem voru liðnir síðan þá þar sem úrslitakeppnin var flautuð af í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins.
Valskonur fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan sem Bára Dröfn Kristinsdóttir tók fyrir Vísi á leiknum í gær.










