Það tekur heilt tímabil að verða Íslandsmeistari og Valskonurnar Hildur Björg Kjartansdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir tóku upp stórskemmtilegt myndband í allan vetur sem þær gátu klárað um leið og Íslandsmeistaratitilinn kom í hús.
Valsliðið vann alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og alls þrettán síðustu leiki sína á leiktíðinni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitil Vals í röð en hinn var vorið 2019 þar sem kórónuveiran sá til þess að ekki var spilað um titilinn í fyrra.
Í allan vetur hafa þær Hildur Björg og Ásta Júlía gert andstæðingum sínum lífið leitt undir körfunni enda báðar landsliðskonur og lykilmenn í meistaraliði Vals.
Það vissu færri af því að eftir leikina voru þær að taka upp TikTok myndband við lagið Imma Be (Imma be up in the club) með hljómsveitinni The Black Eyed Peas.
Hér fyrir ofan má sjá myndbandið hjá Hildi Björg og Ástu Júlíu en textinn sem þær „syngja“ er hér fyrir neðan.
- I'mma be up in the club
- Doin' whatever I like
- I'mma be popping that bubbly
- Coolin' and living that good life
- Oh let's make this last forever
- Partying and we'll chill together
- On and on and on and on and
- On and on and on and on and