Alls greiddu 53 íbúar Skagabyggðar atkvæði í kosningunni en aðeins 70 voru á kjörskrá í þessu fámenna sveitarfélagi. Tillagan sneri að sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ, Húnavatnshrepp og Sveitarfélagið Skagaströnd.
Kosning fór fram í öllum sveitarfélögunum í dag en niðurstöður kosninga hinna sveitarfélaganna eru enn ekki ljósar. Þó er ljóst að ekkert verður af sameiningunni, í bili að minnsta kosti, því sveitarstjórnirnar fjórar hafa allar lýst því yfir að komi til þess að tillögunni verði hafnað af íbúum í hluta sveitarfélaganna muni hinar sveitarstjórnirnar ekki taka ákvörðun um að sameinast án þess að farið verði í nýjar sameiningarviðræður og kosið um þær að nýju.