Ástin blómstraði í Tryggvaskála Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2021 07:33 Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú á Selfossi er elsta hús staðarins, byggt 1890 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar, alþingismanns en húsið var fyrst notað fyrir brúarsmiði Ölfusárbrúar. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili og önnur fjölbreytt starfsemi. „Saga Tryggvaskála, brúarinnar og bæjarins er náttúrlega samofin því að hér er þetta, sem allt byrjaði. Hér var fyrsti barnaskólinn, fyrsti bankinn, fyrsta pósthúsið, flest félög, sem voru stofnuð á Selfossi voru stofnuð í skálum og hér áttu margir athvarf. Hér bara gerðust hlutirnir í gamla daga,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála fram undir þrítugt. Þorvarður Hjaltason og Bryndís, sem eiga bæði sæti í Skálafélaginu svonefnda eiga heiðurinn af nýju sögusýningunni í Tryggvaskála, ásamt Birni G. Björnssyni, sýningarhönnuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir að böllin í skálanum hafa verið fræg og þar hafi mörg farsæl hjónabönd orðið til. Margar ungar stúlkur komu alls staðar að til að vinna í Tryggvaskála þar sem þær hittu meðal annars strákana úr Iðnskólanum á Selfossi. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú er eitt af aðal kennileitunum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, úr þessum kunningsskap urðu ansi mörg hjónabönd,“ segir hún hlægjandi. Kóngur hefur gist í Tryggvaskála. „Já, já, Kristján Danakonungur kom hér 1921 og þá var nýbúið að byggja efri hæðina og þá var komin stærsti salur, sem var hér í Árnessýslu og honum var boðið til hádegisverðar hérna upp á lofti og auðvitað köllum við salinn konungssalinn vegna þess að hann hafði snætt hérna.“ Sýningin í Tryggvaskála er mjög fróðleg og skemmtileg, sem Björn G. Björnsson hafði yfirumsjón með í góðu samstarfi við Bryndísi og Þorvarð.Aðsend Árborg Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú á Selfossi er elsta hús staðarins, byggt 1890 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar, alþingismanns en húsið var fyrst notað fyrir brúarsmiði Ölfusárbrúar. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili og önnur fjölbreytt starfsemi. „Saga Tryggvaskála, brúarinnar og bæjarins er náttúrlega samofin því að hér er þetta, sem allt byrjaði. Hér var fyrsti barnaskólinn, fyrsti bankinn, fyrsta pósthúsið, flest félög, sem voru stofnuð á Selfossi voru stofnuð í skálum og hér áttu margir athvarf. Hér bara gerðust hlutirnir í gamla daga,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála fram undir þrítugt. Þorvarður Hjaltason og Bryndís, sem eiga bæði sæti í Skálafélaginu svonefnda eiga heiðurinn af nýju sögusýningunni í Tryggvaskála, ásamt Birni G. Björnssyni, sýningarhönnuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir að böllin í skálanum hafa verið fræg og þar hafi mörg farsæl hjónabönd orðið til. Margar ungar stúlkur komu alls staðar að til að vinna í Tryggvaskála þar sem þær hittu meðal annars strákana úr Iðnskólanum á Selfossi. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú er eitt af aðal kennileitunum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, úr þessum kunningsskap urðu ansi mörg hjónabönd,“ segir hún hlægjandi. Kóngur hefur gist í Tryggvaskála. „Já, já, Kristján Danakonungur kom hér 1921 og þá var nýbúið að byggja efri hæðina og þá var komin stærsti salur, sem var hér í Árnessýslu og honum var boðið til hádegisverðar hérna upp á lofti og auðvitað köllum við salinn konungssalinn vegna þess að hann hafði snætt hérna.“ Sýningin í Tryggvaskála er mjög fróðleg og skemmtileg, sem Björn G. Björnsson hafði yfirumsjón með í góðu samstarfi við Bryndísi og Þorvarð.Aðsend
Árborg Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira