Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Giuliani er nú til rannsóknar vestanhafs vegna samskipta sinna við úkraínska ráðamenn. AP/Jacquelyn Martin CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira