Að vernda virðuleika flóttafólks Toshiki Toma skrifar 8. júní 2021 11:31 Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun