Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 13:34 Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Markaðsstofa Suðurlands Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“ Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira