Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júní 2021 15:53 Mál Manuelu verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum. Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum.
Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15