Sjónarspilið verður sífellt minna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 19:08 vísir/vilhelm Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57