Lífshættulegt frumvarp dómsmálaráðherra Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar 10. júní 2021 07:31 Haustið 2020 voru fjögur egypsk börn, það elsta 12 ára gamalt, í felum frá íslenska ríkinu sem ætlaði að henda þeim úr landi en fjölskyldan kom hingað í leit að betra lífi. Við njótum þeirra forréttinda að búa í landi þar sem við þurfum ekki að flýja með börnin okkar í skjóli nætur vegna þess að við teljum þau vera í lífshættu muni þau búa hér enn. Að flýja land er ekkert gamanmál og það gerir enginn nema í algjörri neyð. Abdalla, Rewida, Hamza, Mustafa og foreldrar þeirra, Doaa og Ibrahim, þurftu að fela sig frá íslenskumstjórnvöldum og treysta á þrýsting netverja svo þau fengju dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Grundvöllurinn var greinilega til staðar í lagabálknum sem var ekki hægt að beita fyrr en Íslendingar sjálfir kölluðu eftir því. Mannúðin nær greinilega svo skammt. Hvar er mannúðin? Á sínum tíma voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun beitt töluverðum þrýstingi og þess krafist að egypska fjölskyldan fengi dvalarleyfi hér. Svar ráðherrans var einfalt: „Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.“ Þar höfum við það, við breytum ekki kerfinu til þess að hjálpa fólki í neyð heldur þarf að skoða málaflokkinn heildstætt. Gott og vel, deila má um hvort þessi sjónarmið stafi af mannúð eða íhaldssemi. Skoðum þá næstu verk ráðherrans í málaflokknum, frumvarp hennar um málefni útlendinga sem liggur nú fyrir Alþingi. Helstu rökin með frumvarpinu eru að málsmeðferðartími fólks sem leitar að vernd verði skjótari og skilvirkari. Helsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir snýr þó ekki að málsmeðferðartíma, heldur þeim svörum sem fólkið fær. Er markmiðið að neikvæð svör berist á styttri tíma svo fólk nái ekki að festa hér rætur, svo að það komi ekki fleiri einstakar fjölskyldur sem fara í fjölmiðla? Er mannúðlegt að senda burt fólk, sé það gert á fljótari hátt en áður? Höfuðbreytingin með þessu frumvarpi snýr helst að því að fella niður ákvæði sem heimilar Íslandi að meta sérstaklega aðstæður flóttafólks sem kemur til Íslands í gegnum önnur Evrópuríki. Alþekkt er að flóttafólk býr við ömurlegar aðstæður t.d. í Grikklandi, Búlgaríu og Ungverjalandi. Niðurfelling á slíkri heimild er lífshættuleg fólki sem leitar til okkar . Aðgerðasinnar mótmæltu þessari breytingu af mikilli hörku síðast þegar frumvarpið leit dagsins ljós og nú birtist breytingin í enn eitt skiptið, þvert á athugasemdir Rauða krossins. Viljum við ekki státa okkur af því að vera réttlátt fjölmenningarsamfélag sem býður aðra velkomna og tökum vel á móti þeim en sendum þau ekki til baka í ömurlegar aðstæður hratt og örugglega? Neyðin aldrei verið meiri Ég skora á Alþingi að hleypa þessu frumvarpi ekki í gegn og standa réttu megin í málaflokknum. Verði þetta frumvarp samþykkt mun það skrifast á þau sem stóðu ekki í vegi fyrir því og framtíðarkynslóðir munu læra um ykkur í sögutímum sem þau er stóðu í vegi fyrir mannréttindum. Í fyrra veittum við fleirum alþjóðlega vernd en við höfum nokkurn tímann gert. Það er staðreynd. Það er einnig staðreynd að síðasta ár einkenndist að miklu leyti af heimsfaraldri sem setti strik í reikninginn sem varð til þess að Ísland gat ekki vísað fólki úr landi. Að auki má benda á að árið 2020 tókum við ekki á móti stökum kvótaflóttamanni vegna faraldursins þó að til stæði að taka við hátt í 100 manns. Neyðin hefur aldrei verið meiri og þegar rök um heimsfaraldur eru borin fyrir sig í þeim málum ræður hentugleiki því að þau rök séu ekki einnig bendluð við met í samþykktum umsóknum um alþjóðlega vernd. Hvað tók við þegar heimurinn náði sér á strik í vor? Við settum met í synjunum um alþjóðlega vernd og vísunum úr landi. Í janúar og febrúar vorum við enn að veita fleirum vernd en við vorum að synja. Í apríl og maí voru 86-90% umsækjenda synjað um alþjóðlega vernd. Þegar heimurinn varð bólusettari, ferðamenn gátu ferðast hingað til lands og landinn gat farið grímulaus í búðir, þá gat ríkisstjórnin byrjað að synja fólki aftur. Þetta eru ekki bara tölur, þetta er fólk. Við eigum ekki að leika okkur með líf fólks heldur eigum við að líta á okkur sem einn hóp, sem aðstoðar hvert annað í neyð. Það sýnir mannúð. Kerfi fyrir fólk Það liggur alveg fyrir að kerfin okkar eru gölluð, en þeim þarf að breyta á réttan hátt. Við getum ekki sífellt breytt kerfum til að auka skilvirkni ef mannúðin er engin og breytingarnar ekki gerðar með fólk í huga. Raunar er tæplega hægt að tala um frumvarpið sem kerfisbreytingu þegar verið er að styrkja enn frekar galla núverandi kerfis. Við þurfum að breyta verndarkerfinu svo það séu ekki fleiri einstaka fjölskyldur sem fara í fjölmiðla enda verði kerfið til þess fallið að þau sjái ekki ástæðu til þess, við bjóðum þau velkomin hingað. Auðvitað þarf að stytta málsmeðferðartíma en það á ekki að gera einungis svo hægt sé að synja sem flestum. Mannréttindi eru órjúfanlegur hluti íslensks og alþjóðlegs samfélags. Við þurfum að leggja okkar af mörkum og taka virkan þátt. Við þurfum að auðvelda þeim sem leita hingað að verða virk í samfélaginu og hafa til staðar úrræði sem snúa að náms- og atvinnutækifærum fyrir þennan hóp. Pólitíkin getur verið ljót og þegar talað er um fólk sem tölur og málsnúmer missum við sjónar af því sem raunverulega skiptir máli. Það er fyrst og fremst fólkið sem skiptir máli. Höfundur er sálfræðinemi og situr í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mannréttindi Hælisleitendur Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Haustið 2020 voru fjögur egypsk börn, það elsta 12 ára gamalt, í felum frá íslenska ríkinu sem ætlaði að henda þeim úr landi en fjölskyldan kom hingað í leit að betra lífi. Við njótum þeirra forréttinda að búa í landi þar sem við þurfum ekki að flýja með börnin okkar í skjóli nætur vegna þess að við teljum þau vera í lífshættu muni þau búa hér enn. Að flýja land er ekkert gamanmál og það gerir enginn nema í algjörri neyð. Abdalla, Rewida, Hamza, Mustafa og foreldrar þeirra, Doaa og Ibrahim, þurftu að fela sig frá íslenskumstjórnvöldum og treysta á þrýsting netverja svo þau fengju dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Grundvöllurinn var greinilega til staðar í lagabálknum sem var ekki hægt að beita fyrr en Íslendingar sjálfir kölluðu eftir því. Mannúðin nær greinilega svo skammt. Hvar er mannúðin? Á sínum tíma voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun beitt töluverðum þrýstingi og þess krafist að egypska fjölskyldan fengi dvalarleyfi hér. Svar ráðherrans var einfalt: „Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla.“ Þar höfum við það, við breytum ekki kerfinu til þess að hjálpa fólki í neyð heldur þarf að skoða málaflokkinn heildstætt. Gott og vel, deila má um hvort þessi sjónarmið stafi af mannúð eða íhaldssemi. Skoðum þá næstu verk ráðherrans í málaflokknum, frumvarp hennar um málefni útlendinga sem liggur nú fyrir Alþingi. Helstu rökin með frumvarpinu eru að málsmeðferðartími fólks sem leitar að vernd verði skjótari og skilvirkari. Helsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir snýr þó ekki að málsmeðferðartíma, heldur þeim svörum sem fólkið fær. Er markmiðið að neikvæð svör berist á styttri tíma svo fólk nái ekki að festa hér rætur, svo að það komi ekki fleiri einstakar fjölskyldur sem fara í fjölmiðla? Er mannúðlegt að senda burt fólk, sé það gert á fljótari hátt en áður? Höfuðbreytingin með þessu frumvarpi snýr helst að því að fella niður ákvæði sem heimilar Íslandi að meta sérstaklega aðstæður flóttafólks sem kemur til Íslands í gegnum önnur Evrópuríki. Alþekkt er að flóttafólk býr við ömurlegar aðstæður t.d. í Grikklandi, Búlgaríu og Ungverjalandi. Niðurfelling á slíkri heimild er lífshættuleg fólki sem leitar til okkar . Aðgerðasinnar mótmæltu þessari breytingu af mikilli hörku síðast þegar frumvarpið leit dagsins ljós og nú birtist breytingin í enn eitt skiptið, þvert á athugasemdir Rauða krossins. Viljum við ekki státa okkur af því að vera réttlátt fjölmenningarsamfélag sem býður aðra velkomna og tökum vel á móti þeim en sendum þau ekki til baka í ömurlegar aðstæður hratt og örugglega? Neyðin aldrei verið meiri Ég skora á Alþingi að hleypa þessu frumvarpi ekki í gegn og standa réttu megin í málaflokknum. Verði þetta frumvarp samþykkt mun það skrifast á þau sem stóðu ekki í vegi fyrir því og framtíðarkynslóðir munu læra um ykkur í sögutímum sem þau er stóðu í vegi fyrir mannréttindum. Í fyrra veittum við fleirum alþjóðlega vernd en við höfum nokkurn tímann gert. Það er staðreynd. Það er einnig staðreynd að síðasta ár einkenndist að miklu leyti af heimsfaraldri sem setti strik í reikninginn sem varð til þess að Ísland gat ekki vísað fólki úr landi. Að auki má benda á að árið 2020 tókum við ekki á móti stökum kvótaflóttamanni vegna faraldursins þó að til stæði að taka við hátt í 100 manns. Neyðin hefur aldrei verið meiri og þegar rök um heimsfaraldur eru borin fyrir sig í þeim málum ræður hentugleiki því að þau rök séu ekki einnig bendluð við met í samþykktum umsóknum um alþjóðlega vernd. Hvað tók við þegar heimurinn náði sér á strik í vor? Við settum met í synjunum um alþjóðlega vernd og vísunum úr landi. Í janúar og febrúar vorum við enn að veita fleirum vernd en við vorum að synja. Í apríl og maí voru 86-90% umsækjenda synjað um alþjóðlega vernd. Þegar heimurinn varð bólusettari, ferðamenn gátu ferðast hingað til lands og landinn gat farið grímulaus í búðir, þá gat ríkisstjórnin byrjað að synja fólki aftur. Þetta eru ekki bara tölur, þetta er fólk. Við eigum ekki að leika okkur með líf fólks heldur eigum við að líta á okkur sem einn hóp, sem aðstoðar hvert annað í neyð. Það sýnir mannúð. Kerfi fyrir fólk Það liggur alveg fyrir að kerfin okkar eru gölluð, en þeim þarf að breyta á réttan hátt. Við getum ekki sífellt breytt kerfum til að auka skilvirkni ef mannúðin er engin og breytingarnar ekki gerðar með fólk í huga. Raunar er tæplega hægt að tala um frumvarpið sem kerfisbreytingu þegar verið er að styrkja enn frekar galla núverandi kerfis. Við þurfum að breyta verndarkerfinu svo það séu ekki fleiri einstaka fjölskyldur sem fara í fjölmiðla enda verði kerfið til þess fallið að þau sjái ekki ástæðu til þess, við bjóðum þau velkomin hingað. Auðvitað þarf að stytta málsmeðferðartíma en það á ekki að gera einungis svo hægt sé að synja sem flestum. Mannréttindi eru órjúfanlegur hluti íslensks og alþjóðlegs samfélags. Við þurfum að leggja okkar af mörkum og taka virkan þátt. Við þurfum að auðvelda þeim sem leita hingað að verða virk í samfélaginu og hafa til staðar úrræði sem snúa að náms- og atvinnutækifærum fyrir þennan hóp. Pólitíkin getur verið ljót og þegar talað er um fólk sem tölur og málsnúmer missum við sjónar af því sem raunverulega skiptir máli. Það er fyrst og fremst fólkið sem skiptir máli. Höfundur er sálfræðinemi og situr í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun