Skömmuðust sín eftir stærsta tap tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 07:31 Chris Paul kominn í skotfæri en Facundo Campazzo reynir að verjast. AP/Matt York Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti annan stórleik þegar Phoenix Suns komst í 2-0 í einvígi sínu við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld. NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld.
NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira