Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 09:45 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira