Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:01 Héraðsdómur Reykjaness, í Hafnarfirði. Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 3. nóvember 2019 nauðgað fyrrverandi kærustu sinni með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis. Málsatvik, samkvæmt dóminum, voru þau að maðurinn og brotaþoli voru saman heima hjá vini mannsins þegar brotaþoli fór að finna fyrir kvíða. Þá hafi maðurinn boðið brotaþola kvíðalyfið Sobril og hún þegið þrjár töflur. Þá neyttu þau einnig kannabisefna. Seinna sama kvöld fóru maðurinn og brotaþoli saman heim til bróður mannsins til að sofa. Brotaþoli bað manninn að yfirgefa svefnherbergið og sofa á sófa í stofunni. Þegar brotaþoli vaknaði um morguninn varð hún þess áskynja að brotið hafði verið á henni kynferðislega. Brotaþoli tók upp samtal um morguninn Þegar hún vaknaði um morguninn spurði brotaþoli manninn hvað hefði skeð um nóttina og kvað hann þau hafa sofið saman. Nánar spurður út í atvikið sagði maðurinn: „Ég tók niður buxurnar þínar og reið þér án þeirra.“ Þá spurði brotaþoli hann hvað það kallist og hann svaraði: „Nauðgun.“ Brotaþoli náði samtali þeirra á hljóðupptöku. Hún ákvað að taka samtal þeirra upp þar sem hún hafði heyrt að erfitt væri að sanna kynferðisbrot framin af fyrrverandi kærustum brotaþola. Við meðferð málsins hlýddi dómari á upptökurnar og af þeim mátti greinilega heyra að samfarir brotaþola og ákærða hafi ekki verið með hennar samþykki. Karlmaðurinn var látinn sæta geðrannsókn Við rannsókn málsins var efast um sakhæfi mannsins og hann því látinn sæta geðrannsókn. Í greinargerð geðlæknis kemur fram að maðurinn þjást af margvíslegum geðrænum vandamálum. Hann sé með væga þroskaskerðingu, en greindarvísitala hans var metin 68 stig, þunglyndi, ADHD og merki um heilaskaða. Þó fundust engin merki um ranghugmyndir, ofskynjanir eða hugsanatruflanir. Niðurstaða geðlæknis var að maðurinn sé örugglega sakhæfur en þó sé erfitt að sjá að refsing beri árangur. Hann hafi fyrst og fremst gagn af stuðningi, kennslu og handleiðslu fagmanna vegna þroskahömlunar og geðræns vanda. Fylgst verður með manninum Karlmaðurinn var, sem áður segir, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára og verður maðurinn undir sérstöku eftirliti Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Þá verður manninum gert að greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og allan sakarkostnað sem telur rúmlega fjóra og hálfa milljón.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira