EM byrjar í dag: Svona verður EM undir leiðsögn Gumma Ben, Helenu og allra hinna sérfræðinganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir munu stýra þættinum EM í dag, alla keppnisdagana á EM. Vísir/Vilhelm Vísir hefur undanfarin mánuð verið að telja niður í Evrópumótið í knattspyrnu en nú er komið að þessu. Opnunarleikur Ítala og Tyrkja fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. 24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira