Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 17:01 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira