Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:19 Dæmi eru um að göngumenn hafi farið yfir lögregluborða sem settir hafa verið upp til öryggis á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. „Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira