Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ólafur Ísleifsson skrifar 13. júní 2021 09:00 Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. Þrátt fyrir umtalsverðan fjáraustur úr ríkissjóði í viðleitni til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn árangur náðst við að fjölga notendum Strætó en hlutfall þeirra hefur haldist í 4% allt tímabilið. Framlagið til Strætó gefur tilefni til að fjalla um áform um borgarlínu og fjármögnun hennar af hálfu ríkissjóðs. Ríkissjóði gert að fjármagna borgarlínu Á grundvelli samkomulags ríkissjóðs og sveitarfélaga hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram 50 milljarða króna til borgarlínu. Auk þess er ráðgert að ríkið leggi fram Keldnaland í þessu skyni og a.m.k. hluta af söluandvirði Íslandsbanka. Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tekur að sér með þessum hætti að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar á vettvangi borgarmála. Fólkið í umferðarteppunni borgar rekstrarkostnaðinn Mjög hefur verið á reiki hvað borgarlínan kemur til með að kosta. Fylgjendur hennar virðast telja hana kosta 70-80 milljarða króna. Um hitt er ekki deilt að engin rekstraráætlun liggur fyrir um hana. Kannski þykir fylgismönnum verkefnisins óþarfi að leggja fram slíka áætlun enda eigi fólkið sem kýs fjölskyldubílinn til að ferðast um höfuðborgarsvæðið að borga rekstur borgarlínunnar með nýjum gjöldum, tafagjaldi, flýtigjaldi, umferðargjaldi og öðrum slíkum sem nefnd hafa verið af miklu hugviti. Í raun verður það fólkið sem situr fast í umferðarteppunni sem borgarlínan leiðir af sér þegar tvær akreinar hafa verið teknar undir hana sem borgar kostnaðinn af rekstri þessa verkefnis. Önnur verkefni og aðrar lausnir Fjöldi manns hefur áttað sig á að fyrirætlanir um borgarlínu standast enga skoðun í ljósi óhemju hás kostnaðar við stofnun og rekstur og óljósra hugmynda um árangur af verkefninu. Stofnaður hefur verið hópur um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS), með Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðing sem talsmann hópsins. Þeir sem skipa hópinn, þar á meðal verkfræðingar, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar, hafa látið til sín taka með greinarskrifum og umræðum þar sem bent er á alvarlega ágalla á borgarlínuhugmyndinni og bent á aðrar lausnir. Tillaga um létta útgáfu af borgarlínu Þórarinn Hjaltason áætlar í grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. að heildarkostnaður við borgarlínuna verði um 100 milljarðar króna miðað við að hún spanni 60 km. Þessi áætlun tekur mið af kostnaðaráætlun 1. áfanga borgarlínu upp á um 25 milljarða króna fyrir þá 14,5 km sem sá áfangi tekur til. Þórarinn segir þetta vera svipaða fjárhæð og hefur verið lögð í uppbyggingu þjóðvegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sl. 50 ár. Hann telur að auk mikils stofnkostnaðar sé megingalli við borgarlínuna að sérrými fyrir hana taki allt of mikla flutningsgetu frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem er yfirhlaðið fyrir. Þetta leiði til stóraukins tafakostnaðar fólks og fyrirtækja. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka telur áhugahópurinn ÁS að stórauka megi skilvirkni vegakerfisins. Þetta myndi skila arði upp á milljarðatugi á hverju ári. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfu af borgarlínu myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en fyrrgreind 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Ljóst er að sparnaðinn má nota í mun hagkvæmari framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrg meðferð opinbers fjár? Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS með áætlaðan kostnað upp á 20 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að kasta 50 milljörðum í kosningaloforð vinstri flokka og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar