Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 13. júní 2021 14:27 Hjarta Christian Eriksen stöðvaðist í gærkvöldi í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumeistaramótinu. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Þessu greinir fréttamaðurinn Mattias Karén frá á Twitter. Hann hefur eftir Boesen að Eriksen hafi verið dáinn áður en tókst að endurlífga hann. „Við náðum honum aftur eftir að hafa beitt hjartastuðtækinu einu sinni á hann. Það er nokkuð fljótt… Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki.“ Eriksen hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken íþróttaleikvanginum í Kaupmannahöfn í gær. Liðsfélagar Eriksen voru fljótir að koma honum til hjálpar og hófu þeir endurlífgunartilraunir áður en sjúkraliðar flikktust inn á völlinn. Leikurinn var blásinn af og Eriksen fluttur með hraði á spítalann. Enn er ekki ljóst hvert ástand Eriksens er en í gærkvöldi bárust fregnir þess efnis að hann væri með meðvitund og gæti talað. Denmark s team doctor Morten Boesen has confirmed Christian Eriksen suffered cardiac arrest and that he was gone before he was resuscitated.Boesen says we got him back after one defib. That s quite fast. ... How close were we? I don't know. #EURO2020— Mattias Karén (@MattiasKaren) June 13, 2021 Fáránleg ákvörðun hjá UEFA Peter Schmeichel er ekki sáttur við evrópska knattspyrnusambandið. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður danska landsliðsins, var virkilega ósáttur með evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Það kemur eitthvað hræðileg fyrir og UEFA gefur leikmönnunum val um að fara og klára leikinn eða koma aftur um hádegi daginn eftir og klára hann þá. Hvers konar valkostir eru það?“ spurði Schmeichel í samtali við BBC. „Þetta var fáránleg ákvörðun hjá UEFA og þeir hefðu átt að reyna að finna aðrar lausnir og sýna smá samúð, en þeir gerðu það ekki.“ Annar fyrrverandi leikmaður danska landsliðsins, Michail Laudrup, tók í sama streng og kollegi hans í samtali við TV3+. „Leikmennirnir þurfa að taka ákvörðun mjög fljótlega eftir svona tilfinningaríkan atburð og mér finnst það rangt. Þarna átti UEFA að segja: Við spilum ekki meira í kvöld og við skoðum seinna hvaða möguleikar eru í boði.“ „Ég virði þá staðreynd að leikmennirnir tóku ákvörðunina með finnska liðinu. En þegar eitthvað svona kemur fyrir þá taka tilfinningarnar yfir og þú ert ekki í aðstöðu til að taka mikilvægar ákvarðanir.“ „Það þarf einhvern sem segir stopp og svo skoðum við þetta. Og með „við“ á ég við UEFA.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. 13. júní 2021 11:30