Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2021 13:30 Danir eru án stiga á EM. getty/Wolfgang Rattay Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. Í samtali við BBC Radio 5 Live gagnrýndi Schmeichel þá ákvörðun UEFA að láta leikmenn danska liðsins klára leikinn gegn Finnlandi eftir að Christian Eriksen hné niður. Gamli markvörðurinn gekk enn lengra í viðtali við morgunþátt iTV og sagði að UEFA hefði stillt Dönum upp við vegg og hótað því að dæma þeim ósigur ef þeir kláruðu ekki leikinn. „Ég sá tilvitnun frá UEFA í gær þar sem þeir sögðust fara eftir ráðleggingum leikmannsins, að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að spila. Ég veit að það var ekki satt,“ sagði Schmeichel. „Þeir fengu þrjá möguleika, einn var að byrja strax og spila síðustu fimmtíu mínúturnar. Annar var að klára þær í hádeginu daginn eftir og sá þriðji var að gefa leikinn og tapa 3-0. Svo var það virkilega ósk leikmannanna að spila? Áttu þeir einhvern annan kost í stöðunni? Ég held ekki. Eins og þú heyrðir á blaðamannafundinum í gær sá þjálfarinn mjög mikið eftir því að hafa sett leikmennina aftur inn á.“ Leikurinn var kláraður á laugardagskvöldið. Finnar unnu 1-0 sigur en Joel Pohjanpalo skoraði eina mark leiksins. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen UEFA Tengdar fréttir Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Í samtali við BBC Radio 5 Live gagnrýndi Schmeichel þá ákvörðun UEFA að láta leikmenn danska liðsins klára leikinn gegn Finnlandi eftir að Christian Eriksen hné niður. Gamli markvörðurinn gekk enn lengra í viðtali við morgunþátt iTV og sagði að UEFA hefði stillt Dönum upp við vegg og hótað því að dæma þeim ósigur ef þeir kláruðu ekki leikinn. „Ég sá tilvitnun frá UEFA í gær þar sem þeir sögðust fara eftir ráðleggingum leikmannsins, að leikmennirnir hefðu verið ákveðnir í að spila. Ég veit að það var ekki satt,“ sagði Schmeichel. „Þeir fengu þrjá möguleika, einn var að byrja strax og spila síðustu fimmtíu mínúturnar. Annar var að klára þær í hádeginu daginn eftir og sá þriðji var að gefa leikinn og tapa 3-0. Svo var það virkilega ósk leikmannanna að spila? Áttu þeir einhvern annan kost í stöðunni? Ég held ekki. Eins og þú heyrðir á blaðamannafundinum í gær sá þjálfarinn mjög mikið eftir því að hafa sett leikmennina aftur inn á.“ Leikurinn var kláraður á laugardagskvöldið. Finnar unnu 1-0 sigur en Joel Pohjanpalo skoraði eina mark leiksins.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen UEFA Tengdar fréttir Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00 Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Peter Schmeichel um ákvörðun UEFA eftir hjartastopp Eriksen: Þetta var algjörlega fáránlegt Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið. 14. júní 2021 11:30
Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. 14. júní 2021 09:00
Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið: Ég mun ekki gefast upp Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega eftir að hann hné niður eftir hjartastopp í leik Dana og Finna en danski miðjumaðurinn var síðan lífgaður við niðri á vellinum. 14. júní 2021 08:25