NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 16:00 Chris Paul fór fyrir liði Phoenix Suns í nótt en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni. AP/David Zalubowski Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021) NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021)
NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira