Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:52 Maðurnn varð fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins og eru andlegar afleiðingar þess langvinnar. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent